<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
föstudagur, maí 30, 2008
  JÁ ég fór að surfa í dag!
Þetta var það lang skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma og gekk eins og í sögu.. svona eiginlega.

Ég byrjaði á því að klæða mig í bikini inn í einhverjum bíl sem var nýji búningsklefinn minn. Hoppaði í blautbúning, smá kennslu og út í sjó. Brr kalt en vandist mjög fljótt. Ég byrjaði að "paddle" á fullu þangað til að ég var komin aðeins út þar sem öldurnar voru. "There's a wave and you're getting on it" sagði kennarinn og ég fékk engu um það ráðið, gaurinn ýtti mér aðeins af stað þar sem að öldurnar voru ekki nógu stórar ooog "STAND UP" ég stóð upp og stóð á brettinu þangað til ég stoppaði á sandinum á ströndinni.. "good job girl" og ég rosa sátt!

Hann ýtti mér svona aftur nokkrum sinnum og þetta gekk stundum upp og stundum ekki.. Þegar ég fór hins vegar sjálf að reyna að "paddle" og standa upp þegar ég hélt að ég ætti að gera það gekk þetta ekki alveg jafn vel. Ég var orðin nokkuð þreytt, alveg að pissa í mig og klukkan orðin nokkuð margt þannig að ég gafst upp og fór og klæddi mig í fötin..

Einn strákurinn tók mynd af mér og strákunum sem fóru með okkur og ég get svo svarið það að það er smá munur á tani.. ekkert rosa en bara smá! Kennarinn er lengst til hægri..


Í morgun vorum við bekkurinn síðan með morgunmat saman í skólanum í tilefni þess að lang flestir nemendurnir eru að útskrifast og útskriftin var í dag. Þetta var rosa kósí og fylgir með mynd af hluta af bekknum og kennaranum Kether.


Í kvöld fer ég síðan með Alice (roomate) að hitta vini hennar sem eru allir að fara heim til sín, spurning hversu lonely ég verði þar??

Ég er til í að fara á ströndina á morgun en ætla líka að reyna að sjá Sex And The City svo að take care everyone!

blii

P.s. MYNDIR inn á www.fotki.com/alfhildur 
fimmtudagur, maí 29, 2008
  Hæhæ

Það er ekkert að frétta héðan eins og er.. lífið gengur bara sinn vana gang!
Fór í smá teiti í gær og set myndir bráðum inn á netið=)
Keypti mér skó í gær:

Fer að SURFA á morgun vúhú loksins!! Hlakka rosa til
Læt vita meira af mér seinna=)

Góða nótt 
þriðjudagur, maí 27, 2008
  Ég er búin að átta mig á því af hverju Ástandið átti sér stað.
Þessir glæsilegu ungu kanar komu hingað, sýndu kvenmönnunum allan þann áhuga sem þeim lysti og voru ábyggilega umfram allt ágengari en maðurinn hefur orðið vitni að.

Þessu komst ég að í gær þegar ég var clubbin á Sharkeez. Þessir gæjar eru rosalegir! Ég er náttúrulega bara vön að dansa ein mína dansa en þarna voru allir ofur nánir og ég var eins of fífl við hliðina á þeim. Búhú. Einn gæjinn sagði við mig, Move your ass girl og ég sagði bara heyrðu neinei ég hoppa bara og skoppa frekar eins og ég er vön:)
Þessir kanar mega samt eiga það að vera rosa vingjarnlegir og tilbúnir að kynnast öllum.. Mér sem líkar það ekkert alltof vel að vera að tala við fullt af nýju fólki var örugglega leiðinlega manneskjan á svæðinu, fékk allaveganna að heyra það frá einum gaur þegar staðurinn lokaði.. SMILE, you have to smile!
Jájá, mér er nett sama hvað þér finnst vinur!

Annað er nú ekki að frétta! Ég hugsa samt að ég fari í surf lessons í dag ef að veður leyfir amk.. verð að tékka á þessu á eftir.

Ég þarf að fara að klæða mig og verða sæt fyrir alla asísku gaurana i skólanum og kannski ef ég rekst á brad pitt þá þarf ég náttúrulega að vera skvísa til að hann nenni að tala við mig og ég geti gefið honum númerið hennar Guðrúnar fænku.

Sjáumst

P.s. Ég ætla að verða duglegri að taka myndir núna.. Reyna það allaveganna! 
sunnudagur, maí 25, 2008
  Kl hjá mér er 9:09 á sunnudagsmorgni.

Það er nú svosem ekkert mikið að frétta síðan síðast nema að í gær fórum ég og fjölskyldan í mall í Ventura að versla.
Þar náði ég að versla mér eitthvað eins og venjulega og hefði getað keypt endalaust mikið í Forever21! Ég labbaði þaðan út samt bara með 4 flíkur og það er met.. Fjölskyldan verslar sér nefnilega ofur lítið og mér leið frekar illa þegar ég fór inn í mátunarklefann með ca 10 flíkur, þannig að það má segja að þessi fjölskylda hafi góð áhrif á mig að því leitinu til að ég versli ekki of mikið.

Eftir verslunarleiðangurinn fórum við á veitingastað sem var fínn og síðan á INDIANA JONES vúhú.. Indiana Jones var rosa fín held ég, ég nefnilega sofnaði í byrjun myndarinnar og svaf alveg í ágætan tíma, þannig að ég veit ekkert svakalega mikið um myndina en það sem ég sá af henni var bara fínt.

Í dag hef ég enga hugmynd hvað ég á að gera en mig langar rosalega mikið að fara að sjá í sólina svo að ég geti kannski kíkt niður á strönd svona einu sinni..

Annars bara yfir og út og við heyrumst öllsömul=) 
miðvikudagur, maí 21, 2008
  Síðustu 2 daga er ég búin að vera nokkuð einmanna og svoldið búin að vera þessi sem labbar ein útum allt og fer ein að versla.

Ég, eins og venjulega, dett inn í búðir og missi mig! Það gerðist augljóslega í dag þegar ég rölti ein niður State St. og kom að Urban Outfitters. Ó MÆ GOD hvað á ég að gera?? ég stoppaði og velti fyrir mér hvort ég ætti virklega að dirfast að labba inn eða ekki. Auðvitað, eins og allir sem þekkja mig vita, labbaði ég inn og þar blasir við mér riiiiiiiiisa stór búð baaaaaara með flottum fötum!

AFHVERJU ÞARF BÚÐIN AÐ VERA SVONA STÓR hugsaði ég strax en lét mér ekki leiðast þegar ég labbaði um búðina, dáðist að fötunum og lét mig dreyma.

Ég hugsa að ég fari ekki í urban fyrr en það eru 10 dagar eftir af ferðinni og visa skvísa fullhlaðin=) Ef ég geri það ekki þá á ég ábyggilega ekki eftir að geta keypt mér mat þegar þess þarf, þar sem að allir monnikkarnir verða horfnir.
MAMMA vertu nú stolt af mér að hafa ekki keypt mér neitt strax!;)

Ég gerði samt mjög góð kaup í dag. Ég rölti inn í einhverja bókabúð og ætlaði að þykjast vera rosa menningarleg og kannski kaupa mér bók. Hið ótrúlega gerðist að ég keypti mér bók!! vúhú allir ýkt ánægðir ekki satt? En smá allt í plati því þetta var sko ekkert venjuleg bók heldur bók sem inniheldur leiðbeiningar hvernig á að stunda pilates. Ásamt þessari frábæaru bók fékk ég einnig pilates hring ooog pilates dvd í ristastórum kassa á aðeins 19.95 dollara!! Ég var ekkert smá ánægð með þetta og gekk með þennan risastóra kassa niður State St. að leita að transfer central, eða aðal strætóstoppistöðinni. Ég sem náttúrulega veit ekki neitt í minn haus og er ein sú áttavilltasta í bænum var ábyggilega búin að labba í nokkra hringi um bæinn í leit af stöðinni þar til að ég finn hana loksins.
Ferðin heim tók meira en klst þar sem að ég tók smá vitlausan strætó sem reyndar endaði á réttum stað og hér er ég! komin heim, búin að borða samloku með kjöti og grænum pipar og komin í tölvuna.


Ég held að ég segi þetta gott í bili

Kveðja ég

P.S. í gær labbaði ég inn í Aveda búð og hitti mesta sölumann allra tíma! Gellan tók mig í handanudd!! Fyrst þvoði ég á mér hendurunar með andlits hreinsikremi, síðan spreyjaði hún á mig andlitsvatni og að lokum nuddaði hún rakakreminu í þessari línu inn í hendurnar á mér og hendurnar urðu ekkert smá mjúkar. Ég sem kann ekki að segja nei keypti mér hreinsikremið og rakakremið og skráði mig í aveda klúbbinn þar sem að ég fæ einhverja punkta og eitthvað.
Ég hafði ekki hugsað mér að kaupa neitt þegar ég labbaði inn en konan, ein sú besta í bransanum, greinilega kann sitt fag og náði að selja mér þetta sem ég þurfti í raun lítið á að halda í bili. Svona er þetta..

P.P.S. Kveðja ég aftur  
mánudagur, maí 19, 2008
  Hæbs, þar sem að ég er núna komin heim úr skólanum og hef ekkert rosalega mikið að gera ákvað ég að skella einu hérna inn. Ég sem ætlaði ekki að hanga í tölvunni.

Í dag vaknaði ég ábyggilega kl 1-2 um morgun á mínum tíma þar sem að allt þetta tíma dóterí er í ruglinu.. ég svaf ansi lítið frá 2-7 um morguninn sem þýddi að kl 16 var ég orðin ansi þreytt og er enn, maður reynir að þrauka þetta erfiða líf! úff

Ég kem í skólann kl hálf 9 og sit þarna ein inn í einhverjum sal horfandi á friends í ipodnum mínum. Svolítið seinna voru allir nýju krakkarnir kallaðir inn í próf og viti menn haldiði ekki bara að skvísan hafi ekki bara farið í 6 level af 8 og var þar með með þeim hæstu í þessu prófi vegna þess að enginn fór ofar en 6 level. Nokkuð sátt.

Eftir prófið var farið yfir ýmis atriði í sambandi við þetta allt saman og ef þú ert ekki með 80% mætingu í lokin þá útskrifastu ekki takk fyrir. Ted fór yfir flest af því sem hægt er að gera hérna í borginni og ég hef komist að því að ég get ekkert verslað hérna vegna þess að allur peningurinn mun fara í skoðunarferðir og fl.
Það sem mig langar að gera er:

Los Angeles, eins dags skoðunarferð um LA þar sem þetta helsta er skoðað s.s. Hollywood og Beverly Hills o.fl.
LAS VEGAS, helgarferð þar sem farið er til vegas og þótt maður sé ekki orðin 21 árs er nóg að gera þarna segja þessir kallar amk.
Disneyland og Universial Studios, helgarferð sem að allt þetta er skoðað, basic
Surf Lessons, þetta er möst og ég bíð bara eftir því að fá einhvern í þetta með mér!
Bátapartý, þetta er ýkt, eitthvað píps í skólanum tekur stæsta bátinn við höfninaog krakkarnir fara út á sjó að éta pítsu og tjilla og dansa og eitthvað sjitt.. farið og skoðað það sem kallað er Santa Barbara Channel Islands
Kayjakferð, dagsferð þar sem siglt er í kringum Channel Islands og farið inn í ýmis göng og eitthvað svoleiðis.
San Diego, skoðunaferð um borgina, þetta er eitthvað sem að mig langar bæði og að skoða svo að maður sér til með þetta.

Þetta er eitthvað sem mun ábyggilega kosta hátt í 50 þús ef ekki meira gæti ég trúað!
Nú er bara spurning um að velja hvort maður eyði peningnum sem maður á í föt eða eitthvað svona eftirminnilegt=)

Ted rölti líka með okkur og sýndi okkur svona það helsta í Santa Barbara og þar á meðal upp í turn og ég held það hafi verið alþingishúsið. Ég tók einhverjar myndir af þessu og munu þær koma hér fyrir neðan.

Ég held að ég hafi eignast 4 vini í dag, eða svona semmí.. ég fór allaveganna með þeim í supermarket og við settumst niður í einhvern garð og átum þar, þangað til að við áttum að mæta aftur í skólann. Eftir skóla tók ég nú bara bus-inn heim og beint í tölvuna þar sem ég er enn. Ekki er fleira af mér að segja í dag svo að hér koma myndirnar:


Þetta mun vera inni í alþingissalnum og eins og þið sjáið er mikið um freskjur þarna inni. Okkur var sagt að Santa Barbara hafði verið endurbyggð, eftir að stór jarðskjálfti hafði eyðilagt allt, að spænskri fyrirmynd og það er ástæðan fyrir freskjunum


Hérna er ég með útsýni í átt að sjónum í bakrunn, rosa sæt að vanda.


Hér má síðan sjá garðinn sem að ég og "vinirnir" sátum í og höfðum það gott áðan


Og að lokum sjáið þið hæðina þar sem ríka, fína og fallega fólkið býr sem vinnur ekki neitt og á endalaust af peningum býr

Sjáumst síðan bara heil og sæl
Kv. Álfhildur albínói (m.v. innfædda)

P.S. klikkið á myndirnar ef ykkur langar til að sjá þær stærri oooooog það er komið COMMENT hér fyrir neðan, endilega látið heyra í ykkur! 
sunnudagur, maí 18, 2008
  Jæja þá er ég mætt á áfangastað eftir 3 tíma flug til London, gista ein á hóteli, 11 tíma flugi frá London til LA og 3 tíma keyrslu til Carpenteria úthverfi Santa Barbara.

Douglas mætti mér úti á götu voða glaður og kátur, gráhærður og vantar í hann tennur en samt sem áður mjög indæll. Ég labba inn í húsið, mæti hundi sem er rosa hress og hér blasir þetta allt saman við mér. Debby stendur við eldavélina rosa krúttleg og er að reyna að finna opið apótek fyrir dóttur sína, Samantha, sem hangir inni á klósetti og líður eitthvað illa. Ég hef ekki séð hana ennþá.
Ég er ekki að meina neitt illt með því sem ég segi hér á eftir en þetta sýnir greinilega hversu góðu maður er vanur!

Eins og ég segi þá kom ég inn, hér er vond lykt, hér er skýtugt og hér fæ ég skýtugt og sóðalegt herbergi eins og allt húsið er í raun líka. Ég fæ rækjur í kvöldmat og ekki einhverjar djúpsteiktar heldur fæ ég kókanut shrimps og hananú..

Ætli mamma fari ekki að hlægja af mér og hugsi gott á þig stelpa þegar hún sér hvað ég er að fara að borða á eftir.

Allaveganna ætla ég að fara að heilsa eitthvað upp á þessa nýju fjölskyldu svo að ég mun væntanlega skrifa hérna eitthvað á næstu dögum=)

P.s. það er bannað að gera grín af stafsetningavillum, allir að muna að ég er að venjast ensku núna en ekki að hugsa um íslensku! 
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger