<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
sunnudagur, maí 25, 2008
  Kl hjá mér er 9:09 á sunnudagsmorgni.

Það er nú svosem ekkert mikið að frétta síðan síðast nema að í gær fórum ég og fjölskyldan í mall í Ventura að versla.
Þar náði ég að versla mér eitthvað eins og venjulega og hefði getað keypt endalaust mikið í Forever21! Ég labbaði þaðan út samt bara með 4 flíkur og það er met.. Fjölskyldan verslar sér nefnilega ofur lítið og mér leið frekar illa þegar ég fór inn í mátunarklefann með ca 10 flíkur, þannig að það má segja að þessi fjölskylda hafi góð áhrif á mig að því leitinu til að ég versli ekki of mikið.

Eftir verslunarleiðangurinn fórum við á veitingastað sem var fínn og síðan á INDIANA JONES vúhú.. Indiana Jones var rosa fín held ég, ég nefnilega sofnaði í byrjun myndarinnar og svaf alveg í ágætan tíma, þannig að ég veit ekkert svakalega mikið um myndina en það sem ég sá af henni var bara fínt.

Í dag hef ég enga hugmynd hvað ég á að gera en mig langar rosalega mikið að fara að sjá í sólina svo að ég geti kannski kíkt niður á strönd svona einu sinni..

Annars bara yfir og út og við heyrumst öllsömul=) 
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger