<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
miðvikudagur, maí 21, 2008
  Síðustu 2 daga er ég búin að vera nokkuð einmanna og svoldið búin að vera þessi sem labbar ein útum allt og fer ein að versla.

Ég, eins og venjulega, dett inn í búðir og missi mig! Það gerðist augljóslega í dag þegar ég rölti ein niður State St. og kom að Urban Outfitters. Ó MÆ GOD hvað á ég að gera?? ég stoppaði og velti fyrir mér hvort ég ætti virklega að dirfast að labba inn eða ekki. Auðvitað, eins og allir sem þekkja mig vita, labbaði ég inn og þar blasir við mér riiiiiiiiisa stór búð baaaaaara með flottum fötum!

AFHVERJU ÞARF BÚÐIN AÐ VERA SVONA STÓR hugsaði ég strax en lét mér ekki leiðast þegar ég labbaði um búðina, dáðist að fötunum og lét mig dreyma.

Ég hugsa að ég fari ekki í urban fyrr en það eru 10 dagar eftir af ferðinni og visa skvísa fullhlaðin=) Ef ég geri það ekki þá á ég ábyggilega ekki eftir að geta keypt mér mat þegar þess þarf, þar sem að allir monnikkarnir verða horfnir.
MAMMA vertu nú stolt af mér að hafa ekki keypt mér neitt strax!;)

Ég gerði samt mjög góð kaup í dag. Ég rölti inn í einhverja bókabúð og ætlaði að þykjast vera rosa menningarleg og kannski kaupa mér bók. Hið ótrúlega gerðist að ég keypti mér bók!! vúhú allir ýkt ánægðir ekki satt? En smá allt í plati því þetta var sko ekkert venjuleg bók heldur bók sem inniheldur leiðbeiningar hvernig á að stunda pilates. Ásamt þessari frábæaru bók fékk ég einnig pilates hring ooog pilates dvd í ristastórum kassa á aðeins 19.95 dollara!! Ég var ekkert smá ánægð með þetta og gekk með þennan risastóra kassa niður State St. að leita að transfer central, eða aðal strætóstoppistöðinni. Ég sem náttúrulega veit ekki neitt í minn haus og er ein sú áttavilltasta í bænum var ábyggilega búin að labba í nokkra hringi um bæinn í leit af stöðinni þar til að ég finn hana loksins.
Ferðin heim tók meira en klst þar sem að ég tók smá vitlausan strætó sem reyndar endaði á réttum stað og hér er ég! komin heim, búin að borða samloku með kjöti og grænum pipar og komin í tölvuna.


Ég held að ég segi þetta gott í bili

Kveðja ég

P.S. í gær labbaði ég inn í Aveda búð og hitti mesta sölumann allra tíma! Gellan tók mig í handanudd!! Fyrst þvoði ég á mér hendurunar með andlits hreinsikremi, síðan spreyjaði hún á mig andlitsvatni og að lokum nuddaði hún rakakreminu í þessari línu inn í hendurnar á mér og hendurnar urðu ekkert smá mjúkar. Ég sem kann ekki að segja nei keypti mér hreinsikremið og rakakremið og skráði mig í aveda klúbbinn þar sem að ég fæ einhverja punkta og eitthvað.
Ég hafði ekki hugsað mér að kaupa neitt þegar ég labbaði inn en konan, ein sú besta í bransanum, greinilega kann sitt fag og náði að selja mér þetta sem ég þurfti í raun lítið á að halda í bili. Svona er þetta..

P.P.S. Kveðja ég aftur  
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger