Hæbs, þar sem að ég er núna komin heim úr skólanum og hef ekkert rosalega mikið að gera ákvað ég að skella einu hérna inn. Ég sem ætlaði ekki að hanga í tölvunni.
Í dag vaknaði ég ábyggilega kl 1-2 um morgun á mínum tíma þar sem að allt þetta tíma dóterí er í ruglinu.. ég svaf ansi lítið frá 2-7 um morguninn sem þýddi að kl 16 var ég orðin ansi þreytt og er enn, maður reynir að þrauka þetta erfiða líf! úff
Ég kem í skólann kl hálf 9 og sit þarna ein inn í einhverjum sal horfandi á friends í ipodnum mínum. Svolítið seinna voru allir nýju krakkarnir kallaðir inn í próf og viti menn haldiði ekki bara að skvísan hafi ekki bara farið í 6 level af 8 og var þar með með þeim hæstu í þessu prófi vegna þess að enginn fór ofar en 6 level. Nokkuð sátt.
Eftir prófið var farið yfir ýmis atriði í sambandi við þetta allt saman og ef þú ert ekki með 80% mætingu í lokin þá útskrifastu ekki takk fyrir. Ted fór yfir flest af því sem hægt er að gera hérna í borginni og ég hef komist að því að ég get ekkert verslað hérna vegna þess að allur peningurinn mun fara í skoðunarferðir og fl.
Það sem mig langar að gera er:
Los Angeles, eins dags skoðunarferð um LA þar sem þetta helsta er skoðað s.s. Hollywood og Beverly Hills o.fl.
LAS VEGAS, helgarferð þar sem farið er til vegas og þótt maður sé ekki orðin 21 árs er nóg að gera þarna segja þessir kallar amk.
Disneyland og Universial Studios, helgarferð sem að allt þetta er skoðað, basic
Surf Lessons, þetta er möst og ég bíð bara eftir því að fá einhvern í þetta með mér!
Bátapartý, þetta er ýkt, eitthvað píps í skólanum tekur stæsta bátinn við höfninaog krakkarnir fara út á sjó að éta pítsu og tjilla og dansa og eitthvað sjitt.. farið og skoðað það sem kallað er Santa Barbara Channel Islands
Kayjakferð, dagsferð þar sem siglt er í kringum Channel Islands og farið inn í ýmis göng og eitthvað svoleiðis.
San Diego, skoðunaferð um borgina, þetta er eitthvað sem að mig langar bæði og að skoða svo að maður sér til með þetta.
Þetta er eitthvað sem mun ábyggilega kosta hátt í 50 þús ef ekki meira gæti ég trúað!
Nú er bara spurning um að velja hvort maður eyði peningnum sem maður á í föt eða eitthvað svona eftirminnilegt=)
Ted rölti líka með okkur og sýndi okkur svona það helsta í Santa Barbara og þar á meðal upp í turn og ég held það hafi verið alþingishúsið. Ég tók einhverjar myndir af þessu og munu þær koma hér fyrir neðan.
Ég held að ég hafi eignast 4 vini í dag, eða svona semmí.. ég fór allaveganna með þeim í supermarket og við settumst niður í einhvern garð og átum þar, þangað til að við áttum að mæta aftur í skólann. Eftir skóla tók ég nú bara bus-inn heim og beint í tölvuna þar sem ég er enn. Ekki er fleira af mér að segja í dag svo að hér koma myndirnar:
Þetta mun vera inni í alþingissalnum og eins og þið sjáið er mikið um freskjur þarna inni. Okkur var sagt að Santa Barbara hafði verið endurbyggð, eftir að stór jarðskjálfti hafði eyðilagt allt, að spænskri fyrirmynd og það er ástæðan fyrir freskjunum
Hérna er ég með útsýni í átt að sjónum í bakrunn, rosa sæt að vanda.
Hér má síðan sjá garðinn sem að ég og "vinirnir" sátum í og höfðum það gott áðan
Og að lokum sjáið þið hæðina þar sem ríka, fína og fallega fólkið býr sem vinnur ekki neitt og á endalaust af peningum býr
Sjáumst síðan bara heil og sæl
Kv. Álfhildur albínói (m.v. innfædda)
P.S. klikkið á myndirnar ef ykkur langar til að sjá þær stærri oooooog það er komið COMMENT hér fyrir neðan, endilega látið heyra í ykkur!