<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
þriðjudagur, maí 27, 2008
  Ég er búin að átta mig á því af hverju Ástandið átti sér stað.
Þessir glæsilegu ungu kanar komu hingað, sýndu kvenmönnunum allan þann áhuga sem þeim lysti og voru ábyggilega umfram allt ágengari en maðurinn hefur orðið vitni að.

Þessu komst ég að í gær þegar ég var clubbin á Sharkeez. Þessir gæjar eru rosalegir! Ég er náttúrulega bara vön að dansa ein mína dansa en þarna voru allir ofur nánir og ég var eins of fífl við hliðina á þeim. Búhú. Einn gæjinn sagði við mig, Move your ass girl og ég sagði bara heyrðu neinei ég hoppa bara og skoppa frekar eins og ég er vön:)
Þessir kanar mega samt eiga það að vera rosa vingjarnlegir og tilbúnir að kynnast öllum.. Mér sem líkar það ekkert alltof vel að vera að tala við fullt af nýju fólki var örugglega leiðinlega manneskjan á svæðinu, fékk allaveganna að heyra það frá einum gaur þegar staðurinn lokaði.. SMILE, you have to smile!
Jájá, mér er nett sama hvað þér finnst vinur!

Annað er nú ekki að frétta! Ég hugsa samt að ég fari í surf lessons í dag ef að veður leyfir amk.. verð að tékka á þessu á eftir.

Ég þarf að fara að klæða mig og verða sæt fyrir alla asísku gaurana i skólanum og kannski ef ég rekst á brad pitt þá þarf ég náttúrulega að vera skvísa til að hann nenni að tala við mig og ég geti gefið honum númerið hennar Guðrúnar fænku.

Sjáumst

P.s. Ég ætla að verða duglegri að taka myndir núna.. Reyna það allaveganna! 
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger