<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
föstudagur, maí 30, 2008
  JÁ ég fór að surfa í dag!
Þetta var það lang skemmtilegasta sem ég hef gert í langan tíma og gekk eins og í sögu.. svona eiginlega.

Ég byrjaði á því að klæða mig í bikini inn í einhverjum bíl sem var nýji búningsklefinn minn. Hoppaði í blautbúning, smá kennslu og út í sjó. Brr kalt en vandist mjög fljótt. Ég byrjaði að "paddle" á fullu þangað til að ég var komin aðeins út þar sem öldurnar voru. "There's a wave and you're getting on it" sagði kennarinn og ég fékk engu um það ráðið, gaurinn ýtti mér aðeins af stað þar sem að öldurnar voru ekki nógu stórar ooog "STAND UP" ég stóð upp og stóð á brettinu þangað til ég stoppaði á sandinum á ströndinni.. "good job girl" og ég rosa sátt!

Hann ýtti mér svona aftur nokkrum sinnum og þetta gekk stundum upp og stundum ekki.. Þegar ég fór hins vegar sjálf að reyna að "paddle" og standa upp þegar ég hélt að ég ætti að gera það gekk þetta ekki alveg jafn vel. Ég var orðin nokkuð þreytt, alveg að pissa í mig og klukkan orðin nokkuð margt þannig að ég gafst upp og fór og klæddi mig í fötin..

Einn strákurinn tók mynd af mér og strákunum sem fóru með okkur og ég get svo svarið það að það er smá munur á tani.. ekkert rosa en bara smá! Kennarinn er lengst til hægri..


Í morgun vorum við bekkurinn síðan með morgunmat saman í skólanum í tilefni þess að lang flestir nemendurnir eru að útskrifast og útskriftin var í dag. Þetta var rosa kósí og fylgir með mynd af hluta af bekknum og kennaranum Kether.


Í kvöld fer ég síðan með Alice (roomate) að hitta vini hennar sem eru allir að fara heim til sín, spurning hversu lonely ég verði þar??

Ég er til í að fara á ströndina á morgun en ætla líka að reyna að sjá Sex And The City svo að take care everyone!

blii

P.s. MYNDIR inn á www.fotki.com/alfhildur 
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger