<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
sunnudagur, maí 18, 2008
  Jæja þá er ég mætt á áfangastað eftir 3 tíma flug til London, gista ein á hóteli, 11 tíma flugi frá London til LA og 3 tíma keyrslu til Carpenteria úthverfi Santa Barbara.

Douglas mætti mér úti á götu voða glaður og kátur, gráhærður og vantar í hann tennur en samt sem áður mjög indæll. Ég labba inn í húsið, mæti hundi sem er rosa hress og hér blasir þetta allt saman við mér. Debby stendur við eldavélina rosa krúttleg og er að reyna að finna opið apótek fyrir dóttur sína, Samantha, sem hangir inni á klósetti og líður eitthvað illa. Ég hef ekki séð hana ennþá.
Ég er ekki að meina neitt illt með því sem ég segi hér á eftir en þetta sýnir greinilega hversu góðu maður er vanur!

Eins og ég segi þá kom ég inn, hér er vond lykt, hér er skýtugt og hér fæ ég skýtugt og sóðalegt herbergi eins og allt húsið er í raun líka. Ég fæ rækjur í kvöldmat og ekki einhverjar djúpsteiktar heldur fæ ég kókanut shrimps og hananú..

Ætli mamma fari ekki að hlægja af mér og hugsi gott á þig stelpa þegar hún sér hvað ég er að fara að borða á eftir.

Allaveganna ætla ég að fara að heilsa eitthvað upp á þessa nýju fjölskyldu svo að ég mun væntanlega skrifa hérna eitthvað á næstu dögum=)

P.s. það er bannað að gera grín af stafsetningavillum, allir að muna að ég er að venjast ensku núna en ekki að hugsa um íslensku! 
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger