Álfur í Santa Barbara
Jú amma mín.. það er í lagi með mig;)
Afsakið hvað þetta blogg kemur seint en ég er búin að vera of löt til að blogga og vantaði myndir frá Universial Studios til að skella hingað inn.
Talandi um Universial Studios þá fór ég í Disneyland og Universial Studios seinustu helgi.
Ég get ekki sagt að Disneyland hafi staðið undir væntingum en dagurinn var ágætur.. Ég og Neshli lögðum af stað ásamt aragrúa af Víetnömskum krökkum á aldrinum 12-17.. jébb 12 ára smákrakkar í skólanum mínum .. og rútuferðin tók ca 2 ansi skemmtilegar klukkustundir, eða hitt þó heldur.
Við tók heill dagur í Disneylandi og vorum við frekar spenntar áður en við komum þangað en þegar komið var sáum við að garðurinn var stútfullur af fólki. Við gerðum ekki mikið þennan dag en við fórum í 2 rússibana, sáum göngu með öllum helstu disney fígúrunum, flugeldasýningu og aðra sýningu með fígúrunum líka. Ég tók einhverjar myndir héðan og fara þær allar inn á www.fotki.com/alfhildur.
Daginn eftir s.s. Sunnudag fórum við síðan í Universial Studios.
Þessi ferð heppnaðist mun betur en Disneyland og var bara helvíti skemmtileg.
Ég og Nesli byrjuðum á að fara í Studio Tour sem er ferð um upptökusvæði flestra kvikmynda.. Þar sáum við Wisteria Lane sem var btw miklu miklu miklu minni en þessi gata sýnist í alvörunni og sáum líka þar sem world of wars var tekin upp ásamt helling meira sem ég barasta man ekki.
Við fórum alveg í 4 rússibana í Universial og voru þeir miklu skemmtilegri.. Ég varð svo gjörsamlega gegnblaut í einum að ég þurfti að láta rassinn á mér snúa í sólina til að þurrka stuttbuxurnar mínar áður en við fórum í rútuna=)
Því miður varð myndavélin mín batteríslaus í Disneylandi svo að ég tók enga myndir í Universial:( en Nesli ætlaði að láta mig fá einhverjar svo að þær koma vonandi inn seinna..
Ég ætla að kveðja í bili þar sem að ég er að fara til San Francisco á morgun að borða mat sem ég er búini að sakna hvað í 1 og hálft ár núna.. síðan ég var þar síðast. Þessi matur heitir Thai Wrap ef ykkur langar að vita=) ég sendi nefnilega Guðrúnu frænku sms um það svo að ég vissi alveg örugglega hvað ég væri að fara að panta á The Cheesecake Factory!=)
Set myndir inn á fotkann eftir helgi og þá fáiði vonandi eitt stykki gott blogg um San Fran.. Þangað til:
Hérna kemur update af ferðinni til Los Angeles!
Við fórum frá skólanum kl 1 eftir skóla og viti menn, skvísan mætti EKKI of seint!
Við keyrðum í gegnum Malibu og sáum þar m.a. húsið hennar Cher beibí og stoppuðum á Venice Beach, Santa Monica.
Ég og Neshli löbbuðum aðeins um og skoðuðum svæðið.. Mér fannst þetta nokkuð svipað götumörkuðunum á Spáni eða einhverju sólarlandi en samt rosa gaman að koma þarna og ströndin sjálf var risa stór.. Neshli tók nokkur model move þarna og ég var rosa góður myndatakari!
Næsta stopp var í Beverly Hills, Rodeo Drive. Þessi gata er ekki nema four blocks en þarna eru allar helstu búðirnar: Chanel, Valentio, Gucci, Roberto Cavalli og allt bara! Ég og Neshli ákváðum að dirfast að fara inn í eina búðina og tékka á verðinu svona bara til að hafa einhverja hugmynd.. Fórum inn í Miu Miu/Pravda og skoðuðum töskur og skó en sáum því miður bara verðið á skónum og það var 700 $ á eina litla opna sandala. Inni í búðinni var okkur boðið upp á kampavín, kók eða hvað sem við vildum en við afþökkuðum en ég fékk að fara á klósettið.. frekar svalt klósett verð ég að segja! Löbbuðum aðeins að hótelinu þar sem Pretty Woman var tekin upp, Wilhshire Hotel, og tókum myndir.
Eftir Rodeo Drive enduðum við í THE Hollywood. Við keyrðum gegnum Beverly Hills að Sunset Blvd sem kallast öðru nafni "The Strip" (eins og í Las Vegas) og er það líklegast mest þekkta gata heims sagði fararstjórinn allaveganna. Á Sunset Blvd er mikið af helstu celeb skemmtistöðunum og mikið af búðum.
Okkur var hent út við the Mann Chinese Theater þar sem allar hendurnar og fæturnar eru í götunni eeeeeeen því miður gátum við ekki fengið að sjá það þar sem að þar var
frumsýning á The Love Guru.. Við hlupum yfir götuna hjá öllum Paparazziunum og reyndum að taka myndir af celebunum en þau sem voru þarna voru:
Justin Timberlake, Mike Myers, Mariska Hargitay (Law and Order), Romany Malco (Weeds, Blades of Glory) og síðan held ég að það hafi verið
Jessica Alba líka.. (er ekki alveg viss en þetta leit út eins og hún í hvítum og svörtum kjól.. látið mig vita ef að þið sjáið slúður eða myndir einhversstaðar af Jessicu Alba á The Love Guru Premiere=>)
ÉG var f***in 5 mín frá því að fá "high five" frá Justin Timberlake og eiginhandaráritun og sömuleiðis með Mike Myers:(:(:( djöfull er það svekkjandi!
ég og neshli ákváðum nefnilega að fara inn í the Kodak Theater, sem var við hliðina á Chinese, og taka mynd af
Hollywood skiltinu og þegar við komum til baka höfðum við rétt misst af þessu! F**K!!
-Eitt fyndið samt.. Ég stóð þarna hinum megin við götuna og var eitthvað að reyna að sjá einhverjar celebs og heyrði ég þá ekki bara verið talað íslensku fyrir framan mig og voru þar þá 3 íslenskir strákar/menn sem voru að taka upp sjónvarpsþátt um svona frumsýninginr og celebs. Frekar fyndið að rekast á 3 íslendinga í svona stórborg eins og LA! eða það finnst mér allaveganna.
Eftir þessa upplifun sem gerði þessa ferð til LA mjög skemmtilega lá ferðin bara heim og upp í rúmm eins og venjulega!
Myndir eru inn á
www.fotki.com/alfhildur undir Los Angeles..
P.S. Ég gleymdi að segja í seinasta bloggi að það hafi verið eitt stykki selur að lítast um ca 5-7 m frá mér þegar ég var að surfa.. ég varð þokkalega hrædd! chicken or what?
Bæjó og æji þessar myndir eru í fokki en þið getið klikkað á og skoðað stærri=)
HEY HVAÐA HEITA SKVÍSA ER ÞETTA???æ já.. ég í morgun!
Þessi ferð til Las Vegas var ekkert nema
geðveik! Föstudagur:Við lögðum af stað frá skólanum kl 1 og eins og vanalega hérna úti var ég seinust af öllum.
Ferðin tók sinn tíma eða í kringum 7 klst þar sem stoppað var einu sinni.
Á leiðinni áttaði ég mig á að ég var náttúrulega ekki með passann minn og var það byrjunin á helgi sem einkenndist af kæruleysi af minni hálfu!
Við gistum á Super 8 Motel og voru herbergin alveg meira en ásættanleg.. frekar þæginlegt að koma svona einu sinni inn á hreint baðherbergi með hreinni sturtu, annað en hérna heima:/. 4 stelpur voru saman í herbergi og 2 og 2 saman í rúmmi. Ég þekkti enga stelpu sem var að fara í þessa ferð, heldur ákvað ég bara að fara með Fabian og Ian sem ég þekkti fyrir (strákar), og þurfti náttúrulega að gista bara með einhverri í rúmmi. Það var samt bara fínt.. ég dópaði mig hvorteðer upp af hitastillandi töflum og steinrotaðist 2 mín seinna.
HEY ég gleymdi samt alltaf að segja að það komu 2 nýjar ÍSLENSKAR stelpur hingað í skólann seinasta mánudag og eru með mér í bekk. Þær voru líka með í ferðinni og ég var alveg kolrugluð að tala íslensku við þær fyrst.. frekar skrýtið!
Eftir smá dauðan tíma uppi á hóteli hittust allir niður í lobbyi og við fórum í ferð um aðal casino götuna eða það sem kallast The Strip. Við skoðuðum allt það helsta og trúið mér öll þessi casino og öll þessi stemming er til staðar, NÁKVÆMLEGA eins og í kvikmyndunum! Sjitt ég ætlaði ekki að trúa að svona mikið af fólki væri að gambla svona mikið..
Það má því miður ekki taka myndir inn í casino-unum en ég reyndi að stelast svona þegar ég gat.. getið séð eitthvað á fotki.
Öll hótelin á The Strip eru huuuuuuge og eru 6 af 10 stærstu hótelum í heimi staðsett á þessum stað (eða þetta var okkur túristunum sagt).
Helstu hótelin eru:
-Mirage
-Bellagio
-Venetian
-Caesar's Palace
-Luxor
-Paris
-MGM Grand
-New York New York
-Treasure Island
-Bally's
-Mandalay
-Flamingo
-Circus CircusInni í öllum hótelunum eru risa casino, fullt af veitingastöðum og shopping mall!
Hvert hótel hefur síðan sitt þema sem þau heita eftir, t.d. eins og New York New York sem á að vera New York nr 2, með frelsisstyttuna og aðal götuheitin.
Hin hótelin voru með ljónaþema, dýra/skóga þema, egyptskt þema, spænskt þema, ítalskt þema, franskt þema (paris) o.s.f. en ég man því miður ekki tímana sem hvert hótel á að hafa verið uppi á. Eina sem ég man er að eitt átti að vera uppi á tímum Kings Arthur og átti að vera hans höll.. svona svo að þið hafið smá hugmynd af hverju myndirnar eru..=)
Síðan fórum við að horfa á ljósasýninguna fyrir framan Bellagio sem var mjög falleg og rómantísk en ég hafði það bara rómó ein hliðina á öllum pörunum=)
Eftir þessa ferð í gengum allt það helsta fengum við að gera það sem við vildum og ég og 2 stelpur og 4 strákar röltum aðeins meira um og tókum einhverjar myndir. Við settumst inn í eitt casino-id og horfðum á smá show þar sem að einhver stelpa var að syngja Britney Spears og það var HRÆÐILEGT!
Eftir það fórum við heim og fórum að sofa, einhverjir fóru í sundlögina en ég, félagsskíturinn, fór bara að sofa.
Laugardagur:Ég vaknaði kl 10 og skellti mér í sundlögina kl 11.. Það var rosa kosý og fékk ég smá lit. Flestir í hópnum fóru að skoða Grand Canyon een ég nennti ekki að fara og borga auka 20 þús fyrir svo að ég var heima með 3 strákum og hékk með þeim allan daginn. Við fórum að skoða meira af hótelunum og casino-unum og héldum okkur sem mest inni fyrir þar sem að það var í kringum 35 stiga hiti úti, sól og varla líft! manni langaði helst að labba um á bikiniinu en það var víst ekki viðeigandi=)
Laugardagskvöldið var frekar svipað föstudagskvöldinu. Við, ég og strákarnir 3, fórum að skoða ennþá meira af casino-unum og fórum að horfa á ljón inn í MGM Grand hótelinu. Ég kom heim og fattaði að ég hefði týnt lyklunum af töskunni minni sem ég hafði læst.. Ó FOKK, ákvað að reyna að sofa þetta úr mér í smá stund.. gerði það og þurfti að fá kall til að klippa á lásinn. Ég hoppaði í föt og hitti hópinn niðri og við fórum downtown Las Vegas en það er "gamli" bærinn. Þar var show í gangi og 3 menn að skemmta og syngja. Stærsti skjár í heimi er einnig staðsettur þar og sáum við frekar nett show á honum. Ég hitti Elvis þar og á nokkrar myndir af mér með honum! djöfulsins celeb er ég!
Eftir downtown keyrðum við að Welcome to LAS VEGAS skiltinu og viti menn, gifting í gangi! eitt af því sem Las Vegas er þekkt fyrir, ekki nema 130 þús giftingar þar á seinasta ári =)
Við enduðum kvöldið með því að fara upp í Stratosphere Tower og var það toppurinn á kvöldinu. Frábært útsýni og rosa kósí allt saman.. fyrir utan smá vind efst uppi sem leiddi til þess að enginn af rollercosterunum var opinn.
Þar sem að flestir voru drullu þreyttir ákváðum við að fara heim að sofa, aftur fóru einhverjir í pottinn en ég fór að sofa..
Sunnudagur:Hérna áttum við að mæta niður í Lobby kl 11 og leggja af stað heim. Þegar ég var síðan að leita af fötum.. komst ég ekki bara að því
að lyklarnir voru í helvítis töskunni!=)Komið var við í Outlet Shopping Mall á leiðinni oooog ég er ekki svo viss um hvort að ég eigi að segja hvað ég keypti mikið.. plís ma & pa ekki vera brjál;) een ég keypti eftirfarandi:
-eitt par af converse skóm
-hælaskó frá nine west
-leggings
-belti
-2 hálsmen
-2 úr
-einn kjól
-3 boli
-tösku
-leyndó sem kostaði sitt
-leyndó sem kostaði sitt
-leyndó
og þetta allt saman fyrir 25 þús kall.. hvað eru það, 2 gallabuxur heima?
Ég er allaveganna ekki með móral yfir þessum kaupum!
Allaveganna.. úr mollinu upp í bíl, keyrt í 5 tíma heim og ég mætt í tölvuna um 9.
Ég vona að þetta blogg hafi verið ágætt að lesa þar sem að ég er drulluþreytt að skrifa það! Ætla að skella inn myndum á bloggið á morgun en er samt búin að lóda þeim öllum á netið:
www.fotki.com/alfhildur Njótið! og góða nótt:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*
Eg er farin til LAS VEGAS!
Síðan síðast er ég búin að gera þetta:
-Fór á skemmtistað á föstudaginn en var þreytt og skemmti mér ekki vel
-Sjá Sex And The City, mjög góð en ég náði samt að sofna.. fór í 13:30 bíó=)
-Fara á ströndina, ein, og brenna á rassinum og kálfunum þar sem að ég setti ekki sólarvörn þar!
-Fara út að hlaupa
-Búa mér sjálf til kvöldmat
-Sofa ein í öllu þessu húsi með einn hund og 4 ketti og hundurinn byrjaði að gelta á billjón um miðja nótt sem skelfdi mig miiiiiiikið!
-Skrá mig í ferðir til Las Vegas, Los Angeles og Disneyland & Universial Studios
-Klára peningana mína!
Þannig að ég er svoldið screewed now!=)
Fer til Las Vegast næstu helgi í endalausan hita og svita og hlakka rosa til:D
Yfir og Út
Kv. frá gellunni sem er komin með smááá tan en ekkert miðað við surf gæjana!