<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
fimmtudagur, júní 12, 2008
  Hérna kemur update af ferðinni til Los Angeles!
Við fórum frá skólanum kl 1 eftir skóla og viti menn, skvísan mætti EKKI of seint!
Við keyrðum í gegnum Malibu og sáum þar m.a. húsið hennar Cher beibí og stoppuðum á Venice Beach, Santa Monica.
Ég og Neshli löbbuðum aðeins um og skoðuðum svæðið.. Mér fannst þetta nokkuð svipað götumörkuðunum á Spáni eða einhverju sólarlandi en samt rosa gaman að koma þarna og ströndin sjálf var risa stór.. Neshli tók nokkur model move þarna og ég var rosa góður myndatakari!

Næsta stopp var í Beverly Hills, Rodeo Drive. Þessi gata er ekki nema four blocks en þarna eru allar helstu búðirnar: Chanel, Valentio, Gucci, Roberto Cavalli og allt bara! Ég og Neshli ákváðum að dirfast að fara inn í eina búðina og tékka á verðinu svona bara til að hafa einhverja hugmynd.. Fórum inn í Miu Miu/Pravda og skoðuðum töskur og skó en sáum því miður bara verðið á skónum og það var 700 $ á eina litla opna sandala. Inni í búðinni var okkur boðið upp á kampavín, kók eða hvað sem við vildum en við afþökkuðum en ég fékk að fara á klósettið.. frekar svalt klósett verð ég að segja! Löbbuðum aðeins að hótelinu þar sem Pretty Woman var tekin upp, Wilhshire Hotel, og tókum myndir.

Eftir Rodeo Drive enduðum við í THE Hollywood. Við keyrðum gegnum Beverly Hills að Sunset Blvd sem kallast öðru nafni "The Strip" (eins og í Las Vegas) og er það líklegast mest þekkta gata heims sagði fararstjórinn allaveganna. Á Sunset Blvd er mikið af helstu celeb skemmtistöðunum og mikið af búðum.
Okkur var hent út við the Mann Chinese Theater þar sem allar hendurnar og fæturnar eru í götunni eeeeeeen því miður gátum við ekki fengið að sjá það þar sem að þar var frumsýning á The Love Guru.. Við hlupum yfir götuna hjá öllum Paparazziunum og reyndum að taka myndir af celebunum en þau sem voru þarna voru: Justin Timberlake, Mike Myers, Mariska Hargitay (Law and Order), Romany Malco (Weeds, Blades of Glory) og síðan held ég að það hafi verið Jessica Alba líka.. (er ekki alveg viss en þetta leit út eins og hún í hvítum og svörtum kjól.. látið mig vita ef að þið sjáið slúður eða myndir einhversstaðar af Jessicu Alba á The Love Guru Premiere=>)
ÉG var f***in 5 mín frá því að fá "high five" frá Justin Timberlake og eiginhandaráritun og sömuleiðis með Mike Myers:(:(:( djöfull er það svekkjandi!
ég og neshli ákváðum nefnilega að fara inn í the Kodak Theater, sem var við hliðina á Chinese, og taka mynd af Hollywood skiltinu og þegar við komum til baka höfðum við rétt misst af þessu! F**K!!
-Eitt fyndið samt.. Ég stóð þarna hinum megin við götuna og var eitthvað að reyna að sjá einhverjar celebs og heyrði ég þá ekki bara verið talað íslensku fyrir framan mig og voru þar þá 3 íslenskir strákar/menn sem voru að taka upp sjónvarpsþátt um svona frumsýninginr og celebs. Frekar fyndið að rekast á 3 íslendinga í svona stórborg eins og LA! eða það finnst mér allaveganna.

Eftir þessa upplifun sem gerði þessa ferð til LA mjög skemmtilega lá ferðin bara heim og upp í rúmm eins og venjulega!

Myndir eru inn á www.fotki.com/alfhildur undir Los Angeles..


























P.S. Ég gleymdi að segja í seinasta bloggi að það hafi verið eitt stykki selur að lítast um ca 5-7 m frá mér þegar ég var að surfa.. ég varð þokkalega hrædd! chicken or what?







Bæjó og æji þessar myndir eru í fokki en þið getið klikkað á og skoðað stærri=) 
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger