<$BlogRSDURL$>
Álfur í Santa Barbara
sunnudagur, júní 08, 2008
  Þessi ferð til Las Vegas var ekkert nema geðveik!

Föstudagur:

Við lögðum af stað frá skólanum kl 1 og eins og vanalega hérna úti var ég seinust af öllum.
Ferðin tók sinn tíma eða í kringum 7 klst þar sem stoppað var einu sinni.
Á leiðinni áttaði ég mig á að ég var náttúrulega ekki með passann minn og var það byrjunin á helgi sem einkenndist af kæruleysi af minni hálfu!
Við gistum á Super 8 Motel og voru herbergin alveg meira en ásættanleg.. frekar þæginlegt að koma svona einu sinni inn á hreint baðherbergi með hreinni sturtu, annað en hérna heima:/. 4 stelpur voru saman í herbergi og 2 og 2 saman í rúmmi. Ég þekkti enga stelpu sem var að fara í þessa ferð, heldur ákvað ég bara að fara með Fabian og Ian sem ég þekkti fyrir (strákar), og þurfti náttúrulega að gista bara með einhverri í rúmmi. Það var samt bara fínt.. ég dópaði mig hvorteðer upp af hitastillandi töflum og steinrotaðist 2 mín seinna.

HEY ég gleymdi samt alltaf að segja að það komu 2 nýjar ÍSLENSKAR stelpur hingað í skólann seinasta mánudag og eru með mér í bekk. Þær voru líka með í ferðinni og ég var alveg kolrugluð að tala íslensku við þær fyrst.. frekar skrýtið!

Eftir smá dauðan tíma uppi á hóteli hittust allir niður í lobbyi og við fórum í ferð um aðal casino götuna eða það sem kallast The Strip. Við skoðuðum allt það helsta og trúið mér öll þessi casino og öll þessi stemming er til staðar, NÁKVÆMLEGA eins og í kvikmyndunum! Sjitt ég ætlaði ekki að trúa að svona mikið af fólki væri að gambla svona mikið..
Það má því miður ekki taka myndir inn í casino-unum en ég reyndi að stelast svona þegar ég gat.. getið séð eitthvað á fotki.

Öll hótelin á The Strip eru huuuuuuge og eru 6 af 10 stærstu hótelum í heimi staðsett á þessum stað (eða þetta var okkur túristunum sagt).
Helstu hótelin eru:
-Mirage
-Bellagio
-Venetian
-Caesar's Palace
-Luxor
-Paris
-MGM Grand
-New York New York
-Treasure Island
-Bally's
-Mandalay
-Flamingo
-Circus Circus


Inni í öllum hótelunum eru risa casino, fullt af veitingastöðum og shopping mall!
Hvert hótel hefur síðan sitt þema sem þau heita eftir, t.d. eins og New York New York sem á að vera New York nr 2, með frelsisstyttuna og aðal götuheitin.
Hin hótelin voru með ljónaþema, dýra/skóga þema, egyptskt þema, spænskt þema, ítalskt þema, franskt þema (paris) o.s.f. en ég man því miður ekki tímana sem hvert hótel á að hafa verið uppi á. Eina sem ég man er að eitt átti að vera uppi á tímum Kings Arthur og átti að vera hans höll.. svona svo að þið hafið smá hugmynd af hverju myndirnar eru..=)

Síðan fórum við að horfa á ljósasýninguna fyrir framan Bellagio sem var mjög falleg og rómantísk en ég hafði það bara rómó ein hliðina á öllum pörunum=)
Eftir þessa ferð í gengum allt það helsta fengum við að gera það sem við vildum og ég og 2 stelpur og 4 strákar röltum aðeins meira um og tókum einhverjar myndir. Við settumst inn í eitt casino-id og horfðum á smá show þar sem að einhver stelpa var að syngja Britney Spears og það var HRÆÐILEGT!
Eftir það fórum við heim og fórum að sofa, einhverjir fóru í sundlögina en ég, félagsskíturinn, fór bara að sofa.


Laugardagur:

Ég vaknaði kl 10 og skellti mér í sundlögina kl 11.. Það var rosa kosý og fékk ég smá lit. Flestir í hópnum fóru að skoða Grand Canyon een ég nennti ekki að fara og borga auka 20 þús fyrir svo að ég var heima með 3 strákum og hékk með þeim allan daginn. Við fórum að skoða meira af hótelunum og casino-unum og héldum okkur sem mest inni fyrir þar sem að það var í kringum 35 stiga hiti úti, sól og varla líft! manni langaði helst að labba um á bikiniinu en það var víst ekki viðeigandi=)

Laugardagskvöldið var frekar svipað föstudagskvöldinu. Við, ég og strákarnir 3, fórum að skoða ennþá meira af casino-unum og fórum að horfa á ljón inn í MGM Grand hótelinu. Ég kom heim og fattaði að ég hefði týnt lyklunum af töskunni minni sem ég hafði læst.. Ó FOKK, ákvað að reyna að sofa þetta úr mér í smá stund.. gerði það og þurfti að fá kall til að klippa á lásinn. Ég hoppaði í föt og hitti hópinn niðri og við fórum downtown Las Vegas en það er "gamli" bærinn. Þar var show í gangi og 3 menn að skemmta og syngja. Stærsti skjár í heimi er einnig staðsettur þar og sáum við frekar nett show á honum. Ég hitti Elvis þar og á nokkrar myndir af mér með honum! djöfulsins celeb er ég!
Eftir downtown keyrðum við að Welcome to LAS VEGAS skiltinu og viti menn, gifting í gangi! eitt af því sem Las Vegas er þekkt fyrir, ekki nema 130 þús giftingar þar á seinasta ári =)
Við enduðum kvöldið með því að fara upp í Stratosphere Tower og var það toppurinn á kvöldinu. Frábært útsýni og rosa kósí allt saman.. fyrir utan smá vind efst uppi sem leiddi til þess að enginn af rollercosterunum var opinn.
Þar sem að flestir voru drullu þreyttir ákváðum við að fara heim að sofa, aftur fóru einhverjir í pottinn en ég fór að sofa..

Sunnudagur:

Hérna áttum við að mæta niður í Lobby kl 11 og leggja af stað heim. Þegar ég var síðan að leita af fötum.. komst ég ekki bara að því að lyklarnir voru í helvítis töskunni!=)
Komið var við í Outlet Shopping Mall á leiðinni oooog ég er ekki svo viss um hvort að ég eigi að segja hvað ég keypti mikið.. plís ma & pa ekki vera brjál;) een ég keypti eftirfarandi:

-eitt par af converse skóm
-hælaskó frá nine west
-leggings
-belti
-2 hálsmen
-2 úr
-einn kjól
-3 boli
-tösku
-leyndó sem kostaði sitt
-leyndó sem kostaði sitt
-leyndó

og þetta allt saman fyrir 25 þús kall.. hvað eru það, 2 gallabuxur heima?
Ég er allaveganna ekki með móral yfir þessum kaupum!

Allaveganna.. úr mollinu upp í bíl, keyrt í 5 tíma heim og ég mætt í tölvuna um 9.

Ég vona að þetta blogg hafi verið ágætt að lesa þar sem að ég er drulluþreytt að skrifa það! Ætla að skella inn myndum á bloggið á morgun en er samt búin að lóda þeim öllum á netið:

www.fotki.com/alfhildur Njótið! og góða nótt:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:*:* 
Vembill

ARCHIVES
05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 /


Powered by Blogger