Jú amma mín.. það er í lagi með mig;)
Afsakið hvað þetta blogg kemur seint en ég er búin að vera of löt til að blogga og vantaði myndir frá Universial Studios til að skella hingað inn.
Talandi um Universial Studios þá fór ég í Disneyland og Universial Studios seinustu helgi.
Ég get ekki sagt að Disneyland hafi staðið undir væntingum en dagurinn var ágætur.. Ég og Neshli lögðum af stað ásamt aragrúa af Víetnömskum krökkum á aldrinum 12-17.. jébb 12 ára smákrakkar í skólanum mínum .. og rútuferðin tók ca 2 ansi skemmtilegar klukkustundir, eða hitt þó heldur.
Við tók heill dagur í Disneylandi og vorum við frekar spenntar áður en við komum þangað en þegar komið var sáum við að garðurinn var stútfullur af fólki. Við gerðum ekki mikið þennan dag en við fórum í 2 rússibana, sáum göngu með öllum helstu disney fígúrunum, flugeldasýningu og aðra sýningu með fígúrunum líka. Ég tók einhverjar myndir héðan og fara þær allar inn á www.fotki.com/alfhildur.
Daginn eftir s.s. Sunnudag fórum við síðan í Universial Studios.
Þessi ferð heppnaðist mun betur en Disneyland og var bara helvíti skemmtileg.
Ég og Nesli byrjuðum á að fara í Studio Tour sem er ferð um upptökusvæði flestra kvikmynda.. Þar sáum við Wisteria Lane sem var btw miklu miklu miklu minni en þessi gata sýnist í alvörunni og sáum líka þar sem world of wars var tekin upp ásamt helling meira sem ég barasta man ekki.
Við fórum alveg í 4 rússibana í Universial og voru þeir miklu skemmtilegri.. Ég varð svo gjörsamlega gegnblaut í einum að ég þurfti að láta rassinn á mér snúa í sólina til að þurrka stuttbuxurnar mínar áður en við fórum í rútuna=)
Því miður varð myndavélin mín batteríslaus í Disneylandi svo að ég tók enga myndir í Universial:( en Nesli ætlaði að láta mig fá einhverjar svo að þær koma vonandi inn seinna..
Ég ætla að kveðja í bili þar sem að ég er að fara til San Francisco á morgun að borða mat sem ég er búini að sakna hvað í 1 og hálft ár núna.. síðan ég var þar síðast. Þessi matur heitir Thai Wrap ef ykkur langar að vita=) ég sendi nefnilega Guðrúnu frænku sms um það svo að ég vissi alveg örugglega hvað ég væri að fara að panta á The Cheesecake Factory!=)
Set myndir inn á fotkann eftir helgi og þá fáiði vonandi eitt stykki gott blogg um San Fran.. Þangað til: